Search site

Spurningar og svör

Hvernig greiði ég fyrir kortin?

Stofnaður verður greiðsluseðill í banka á kennitölu viðkomandi. Hann verður með 1 mánaða greiðslufresti.

Athugaðu af kortin á þessari síðu er eingöngu seld til endursöluaðila. Þetta er ekki smásala.

Get ég greitt með greiðslukorti fyrir kortin?

Því miður þá höfum við ekki aðgang til þess.

Get ég pantað kortin með tölvupósti?

Já, það er hægt. Þá sendir þú tölvupóst á skarpalocalyarn@gmail.com. Í tölvupóstinum þarftu að tiltaka númer þeirra göngukorta sem þú ætlar að kaupa og fjölda hvers og eins. Einnig allar upplýsingar sem eiga að birtast á reikningnum, nafn, kennitala og fullt heimilisfang ásamt símanúmeri þar sem hægt er að ná í þig. Útbúinn verður greiðsuseðill sem þú getur greitt í gegnum heimabankann þinn. Gjalddagi seðilsins er einum mánuði eftir pöntunardag.

Lágmarkspöntun í hverri pöntun eru 10 kort.

Get ég pantað kortin í gegnum síma?

Já, það er hægt. Síminn er 894 1011. En það er talsvert hentugra fyrir okkur að þú notir sölusíðuna til að panta þau, þar sem Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa ekki launað starfsfólk. Það er eins víst að viðkomandi stjórnarmaður sé upptekinn við að sinna ferðamönnum þegar þú hringir.

Hver er sendingarkostnaðurinn? Hann kemur ekki fram á síðunni.

Allar pantanir eru sendar með póstinum nema annars sé óskað. Pöntunin er send á pósthús sem innheimtir síðan sendingarkostnað við afhendingu samkvæmt gjaldskrá Póstsins.

Hvernig er ferlið á pöntuninni eftir að ég hef gengið frá henni?

Þá kemur tilkynning í tölvupósti til umsjónarmanns lagersins sem er á Reykhólum. Hún tekur saman pöntunina og útbýr greiðsluseðil sem birtist svo í heimabankanum þínum og sendir pöntunina með næsta pósti ásamt greiðsluseðiinum.

Get ég pantað aðeins eitt göngukort?

Ne, því miður. Lágmarksfjöldi göngukorta í hverri pöntun eru 10 kort.

Geta allir pantað kortin í gegnum þessa síðu?

Þessi sölusíða er eingöngu ætluð endursöluaðilum. Verðin eru heildsöluverð. Kortin eru seld í smásölu á netinu í vefverslun Strandagaldurs .

© 2010-2015 All rights reserved.